Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[11:41]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vildi líka koma upp sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar og hrósa nefndinni og þakka nefndinni fyrir gott starf í þessu máli, fyrir hreinskiptar umræður. Þær voru miklar og góðar og ég tel að þær umræður og það starf sem nefndin lagði á sig í þessu máli hafi þroskað málið í það sem það er orðið. Ég vil benda á að nánast allt sem þar kom fram kemur fram í nefndaráliti meiri hlutans og er tekið tillit til. Því hryggir það mig töluvert að umræðan um rammaáætlunina hafi eingöngu snúist um pólitík en ekki um það faglega ferli sem fór fram í nefndinni og sem allir nefndarmenn (Gripið fram í.) tóku þátt í. Ég hefði kosið að þingheimur hefði staðið með rammaáætlun og tekið heiðarlegt og skynsamlegt og faglegt samtal um þessa niðurstöðu hér eftir.