Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[11:44]
Horfa

matvælaráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Rammaáætlun í heild gekk seinast til atkvæða hér á grundvelli tillögu þeirrar sem hér stendur vorið 2013, eða fyrir níu árum. Aðdragandinn var langur, mikilvæg sýn og jafnvægi nýtingar og verndar, fjöldi vísindafólks, fagfólks, náttúruverndarfólks kom að málinu á ýmsum stigum. Þingið lauk svo afgreiðslunni á viðkvæmu jafnvægi, niðurstöðu sem hefur verið byggt á síðan. Og í dag er loksins komið að því að afgreiða tillögu hér þar sem varfærin skref eru stigin, þar sem biðflokkurinn er stækkaður, enn viðkvæmt jafnvægi en framlínu náttúruverndar gætt. Við Vinstri græn gætum að þeim sjónarmiðum, það er eitt af okkar brýnasta erindi í stjórnmálum hér eftir sem hingað til. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)