Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[12:07]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Forseti. Hér er um að ræða breytingartillögu sem felur í sér að Héraðsvötn og Kjalölduveita haldi stöðu sinni í verndarflokki. Það er auðvitað þannig að þingið ber pólitíska ábyrgð og á að axla hana en það verður að axla hana með sterkum rökum þegar er verið að færa virkjunarkosti úr verndarflokki í biðflokk og því miður hefur meiri hlutinn fallið á því prófi því að rökstuðningurinn fyrir þessum flutningi er svo sannarlega í skötulíki og heldur ekki vatni. Það er þannig að við verðum að fara mjög varlega í þessum efnum. Vissulega er ekki verið að taka ákvörðun um að virkja þarna en það er engu að síður verið að taka (Forseti hringir.) virkjunarkosti úr vernd og flytja í biðflokk. Vernd er vernd, var sagt af hæstv. ráðherra, (Forseti hringir.) en vernd er ekki vernd ef það er hægt að taka verndina af án rökstuðnings.

(Forseti (BÁ): Þingmaðurinn segir? )— Þingmaðurinn segir já.