Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[12:22]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf):

Herra forseti. Kjalölduveita og jökulárnar í Skagafirði eiga að vera í verndarflokki. Það var hin faglega tillaga verkefnisstjórnar, það var tillagan sem ráðherra lagði hér fyrir Alþingi og mér finnst ekki hafa verið færð fram nein sannfærandi rök fyrir öðru. Það má vera að Kaupfélag Skagfirðinga sé í sérstökum verndarflokki hjá þessari ríkisstjórn [Hlátur í þingsal.] en mér finnst að þessar náttúruperlur megi bara vera það líka.

(Forseti (BÁ): Hv. þingmaður segir?) — Já.