Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[12:24]
Horfa

Sigmar Guðmundsson (V):

Virðulegi forseti. Ég verð að segja að mér leiðist oft nauðhyggjan sem er í gangi þegar við ræðum um þessi mál. Annaðhvort virðist fólk vera uppi á hálendi að gróðursetja eða þá uppi á hálendi með gröfu, einhvern veginn eins og það sé aldrei neinn millivegur þar á milli. Það liggur fyrir okkur hér að taka afstöðu til kosta og ef við ætlum að komast að einhverri niðurstöðu þá þurfum við að gera það með rökum. Ef menn ætla að spila einhverja biðleiki eins og hér er talað um þá þurfa menn að gera það með rökum. Rökin skortir. Þess vegna leika menn ekki biðleiki, það verða að vera rök á bak við biðleiki. Ég ætla að segja já við þessari tillögu vegna þess að hún er góð.