Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[12:32]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Breytingarnar sem hér hafa verið samþykktar á 3. áfanga rammaáætlunar verða að vera á ábyrgð stjórnarflokkanna þriggja. Þess vegna sitja þingmenn Samfylkingarinnar hjá við þessa atkvæðagreiðslu. Það hefur komið skýrt fram í umhverfis- og samgöngunefnd, í umræðu um málið í þingsal, að við styðjum tækið, við stöndum vörð um rammaáætlun. Við styðjum þá aðferðafræði að flokka kosti í nýtingu, bið og vernd. Það er ekki sama hvernig það er gert og um það snýst málið. Þess vegna sitjum við hjá við þessa lokaafgreiðslu.