Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[12:33]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S):

Virðulegur forseti. Það er hlutverk okkar hér í þessum sal, sem erum þjóðkjörin, að komast að niðurstöðu í málum. Í þessu máli sem rammaáætlunin er og í lögum um vernd og orkunýtingaráætlun er gert ráð fyrir að fram fari faglegt mat og fagleg vinna sem er svo tekin hingað inn til Alþingis þar sem alþingismenn eiga að leggja mat á aðra þætti sem geta haft áhrif á hina endanlegu niðurstöðu. Það er stefna stjórnvalda, opinberar skuldbindingar og svo bara staðan í heimsmálunum og fleira sem við þurfum að taka inn. Ég fagna þessu og það er stórt skref sem við erum að stíga núna með því að komast að þessari niðurstöðu. Við erum að sinna hlutverki okkar. Við erum að tryggja hér samþykkt rammaáætlunar sem er stórt skref áfram þannig að ég segi: Til hamingju, Ísland.