Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

stjórn fiskveiða o.fl.

451. mál
[12:35]
Horfa

matvælaráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Til þess að lengja ekki umræðuna um atkvæðagreiðsluna þá vil ég bara fara yfir það að hér erum við að fara að greiða atkvæði um þrjú af mínum málum, um bláuggatúnfisk, um sæbjúgu og um öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni. Ég vil þakka nefndinni fyrir afar góða vinnu. Ég veit að það eru ýmis álitamál og ekki eru öll samstiga í lokin. En fyrst og fremst vann nefndin afar vel og ég vil þakka fyrir það, ég vænti mikils af samstarfinu við atvinnuveganefnd. Það samstarf fer vel af stað og ég þakka atvinnuveganefnd fyrir góða vinnu.

Síðar hér á dagskrá fundarins er eitt frumvarp að auki til umræðu og þá mun ég, bara svona til þess að auka spennuna í salnum, líka gera grein fyrir afstöðu minni til málsins.