Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja o.fl. .

531. mál
[12:41]
Horfa

Guðrún Hafsteinsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil sem formaður efnahags- og viðskiptanefndar geta þess að hér er verið að fullinnleiða EES-tilskipun sem er nú þegar fullinnleidd hér á landi að undanskildum fjórum greinum. Nauðsynlegt er að ljúka þessari innleiðingu þannig að Ísland uppfylli skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum. Mér þykir vert að minnast á að Eftirlitsstofnun EFTA hefur hafið formlega málsmeðferð vegna tafa Íslands við innleiðingu tilskipunarinnar að fullu. Með samþykkt frumvarpsins verður innstæðudeild okkar meðal stöndugustu innstæðutryggingarsjóða á Evrópska efnahagssvæðinu og eignir deildarinnar rúmlega 49% af tryggðum innstæðum lánastofnana sem ekki teljast kerfislega mikilvægar.