Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

verndar- og orkunýtingaráætlun.

583. mál
[12:54]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Í grunninn er skynsamlegt og jákvætt að hægt sé að stækka núverandi virkjanir án þess að þvæla þeim í gegnum það ferli sem rammaáætlun er, sem er kannski of stórt og tafsamt fyrir litlar breytingar. Á síðustu dögum hefur hins vegar sett að mér nokkurn ugg ef við skoðum þetta mál í samhengi við afgreiðslu rammaáætlunarinnar. Nú er búið að láta undan þrýstingi og færa Kjalölduveitu í bið og þó að þær framkvæmdir sem hér um ræðir yrðu aldrei með beinum hætti tengdar Kjalölduveitu þá segir sig nánast sjálft að efnahagslegur og pólitískur þrýstingur á Kjalölduveitu mun aukast um leið og hægt verður að stækka virkjanir í Þjórsá eftir einhverri flýtileið. Því miður gafst okkur ekki tími til að skoða þetta nægjanlega vel í umhverfis- og samgöngunefnd og því mun ég sitja hjá við afgreiðslu þessa máls, sem við fyrstu sýn virkaði annars ósköp fínt.