Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki.

569. mál
[13:11]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Hér er verið að ræða um mikilvægan stuðning við nýsköpunargeirann á Íslandi. Ég lagði fram breytingartillögu eftir að 1. umr. lauk þar sem ég lagði til að þeim stuðningi sem verið hefur yrði viðhaldið. Það er mér mikil ánægja að hv. efnahags- og viðskiptanefnd hafi tekið upp þær hugmyndir og því hef ég afturkallað mína breytingartillögu svo að tillaga meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar muni verða sú sem við greiðum hér atkvæði um. Ég veit að fyrir hönd nýsköpunargeirans á Íslandi er Alþingi þakkað fyrir að halda áfram með þennan mikilvæga stuðning.