Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

fjármálafyrirtæki o.fl.

533. mál
[18:21]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Guðrún Hafsteinsdóttir) (S):

Virðulegi forseti. Það var mælt fyrir þessari miklu fjármálainnleiðingu í gær, ef mig misminnir ekki. Þetta er gríðarlega stór innleiðing sem er liður í því að uppfylla kröfur sem Íslendingar hafa gengist undir vegna EES-samningsins. Við vitum nú þegar að EFTA-dómstóllinn hefur hafið undirbúning að málsókn gegn íslenska ríkinu vegna þess að við höfum ekki innleitt hér gerðir í íslenskan rétt hvað varðar fjármálamarkaðinn.

Ég vil fyrir hönd nefndarinnar óska eftir því að málið verði samþykkt með þeim breytingum sem lagðar voru til við frumvarpið.

Að því sögðu vil ég þakka nefndarmönnum í efnahags- og viðskiptanefnd fyrir vinnu þeirra við frumvarpið og legg til að það verði samþykkt.