Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

fjármálafyrirtæki o.fl.

533. mál
[21:36]
Horfa

Guðrún Hafsteinsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í 2. umr. um þetta mál fyrr í dag þá verður að fyrirgefast að formaður efnahags- og viðskiptanefndar datt bara aðeins út. Ég tók til máls um málið en gleymdi að mæla fyrir breytingartillögu sem ég geri hér og nú.

Ég mæli fyrir breytingartillögu við frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki og fleiri lögum (lánastofnanir og verðbréfafyrirtæki). Breytingartillagan er minni háttar og lagatæknilegs eðlis. Henni er ætlað að gera efni frumvarpsins skýrara og þarfnast ekki sérstakrar umfjöllunar. Ég legg til að breytingartillagan verði samþykkt.