Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 92. fundur,  16. júní 2022.

vistmorð.

483. mál
[00:50]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það er rétt sem hv. þm. Andrés Ingi Jónsson segir, þetta er mjög áhugaverð tillaga og við erum sammála um það í hv. allsherjar- og menntamálanefnd. En ég held að það sé ágætt að við höfum í huga og er mikilvægt að geta þess, af því að hv. þm. Andrés Ingi Jónsson hefur mjög oft komið hingað upp í púlt og gagnrýnt þingið fyrir að afgreiða mál á of miklum hraða og ekki af nægilega mikilli vandvirkni, að allsherjar- og menntamálanefnd hafði málið inni hjá sér í rétt rúman sólarhring. Það var allur tíminn sem hv. nefnd var gefinn til að fjalla um þetta risastóra mál, sem við erum þó sammála um að sé mjög áhugavert og viljum endilega þroska umræðuna frekar.