Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 92. fundur,  16. júní 2022.

vistmorð.

483. mál
[00:51]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Frú forseti. Jæja, frávísunartillagan virðist eiga að ráða, mér sýnist það — það munar nú ekki miklu — ja, ég veit það ekki. [Hlátur í þingsal.] Alþingi er hér að vísa því til ríkisstjórnarinnar að skoða vistmorð, að taka þetta mál alvarlega og fara að vinna í þessu. Þið hérna af ráðherrabekknum, við fylgjumst með ykkur. Við pössum upp á að þetta mál sofni ekki upp í ráðuneytum heldur að við fáum einhverjar aðgerðir í fangið sem fyrst. Ég held að ég þurfi ekki að segja neinum það. Langlundargeð þegar kemur að aðgerðum í þágu umhverfismála er ekki mjög ríkjandi þáttur hjá mér. Ég heyri í ykkur í haust. [Hlátur í þingsal.]