Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 5. fundur,  19. sept. 2022.

þörf fyrir almennt vinnuafl.

[15:55]
Horfa

félags- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég er aðeins að reyna að rifja upp tölfræðina í þessu líka sem er áhugaverð. Í fyrra voru gefin út 2.300 atvinnuleyfi sem voru á sama tíma um 800 árið 2012. Það er áhugavert að horfa á þetta. Flöskuhálsinn í útgáfu atvinnuleyfa snýr miklu frekar að þeim kröfum sem gerðar eru fyrir dvalarleyfi. Þú getur ekki fengið atvinnuleyfi nema að þú sért kominn með dvalarleyfi og þess vegna er svo mikilvægt að þau ráðuneyti sem hér er um að ræða, dómsmálaráðuneytið sem fer með dvalarleyfi og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið sem fer með atvinnuleyfin, vinni saman að því að koma með lausnir, hvernig sé hægt að gera þetta með skjótari hætti.