Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 6. fundur,  20. sept. 2022.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið.

3. mál
[14:39]
Horfa

Diljá Mist Einarsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið en mér heyrðist hann segja að honum þætti þetta miður og ekki heppilegt. Sjálf hefði ég tekið sterkar til orða. Það var ekki fyrir mikilli samstöðu að fara í okkar garð eftir að við urðum hvað harðast fyrir efnahagsaðgerðum Rússlands eftir ólöglega innlimun Krímskaga og því þekkjum við vel samstöðuleysi forysturíkja Evrópusambandsins.

Í seinni umferð langaði mig að spyrja hv. þingmann að því hver væri ástæðan fyrir viðsnúningi ESB-þingmanna Alþingis varðandi aðkomu þjóðarinnar þegar hún er spurð áður en lagt er í innlimunarviðræður við ESB. Það skyldi þó ekki vera að afstaða íslensku þjóðarinnar hafi birst í nýlegri þjóðaratkvæðagreiðslu síðastliðið haust — alþingiskosningunum?