Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 7. fundur,  21. sept. 2022.

skipulagslög.

144. mál
[16:06]
Horfa

innviðaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Frú forseti. Því er fljótsvarað. Þetta er fyrsta mál ráðherrans, fór fyrir ríkisstjórn, afgreitt, fór til stjórnarþingflokkanna, afgreitt, og er komið hingað inn. Ég heyri að það er svolítið svipaður tónn og hefur verið áður. Menn ætla að reyna að segja: Þetta er umdeilt mál, það er umdeilt úr öllum áttum, það er ekki alveg augljóst hvaða vandamál á að leysa. En það er í mínum huga alveg skýrt. Þetta snýst um raflínur, raflínur sem verið er að leggja í gegnum fleiri en eitt sveitarfélag, búa til einfaldara ferli, framkvæmda-, skipulags- og samráðsferli, og að vinna á sama tíma umhverfismat til að geta gert hlutirnir hratt og vel svo fremi að þeir séu í þágu almennings í landinu. Þess vegna er þetta gott mál að mínu mati og þess vegna er ég að leggja það fram og það hefur stuðning stjórnarflokkanna til þess.