Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 8. fundur,  22. sept. 2022.

frítekjumark almannatrygginga.

[10:47]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Nú hlýt ég að leiðrétta hv. þingmann því að á síðasta kjörtímabili gerði þessi ríkisstjórn meira í því að draga úr skerðingum í þessu kerfi en nokkur önnur um langt skeið. Ég hlýt bara að minna á að fyrst var gripið til þess að draga úr skerðingum á sérstakri framfærsluuppbót og síðan var dregið úr skerðingum milli bótaflokka. Það var gert. 4 milljarðar á síðasta kjörtímabili voru nýttir í það, svo að ég rifji það upp fyrir hv. þingmanni. Hann getur því ekki komið hér og látið eins og ekkert sé að gerast. Hér er verið að stíga skref með því að setja sérstakt framlag til aukinnar atvinnuþátttöku örorkulífeyrisþega. Erum við sammála um það, hv. þingmaður? Já, ég held það. Og boðað er frumvarp á vorþingi um breytingar á almannatryggingakerfinu. Hv. þingmaður getur ekki komið hingað upp og dregið þá ályktun að ekkert sé að gerast, bæði miðað við söguna og líka það sem er fram undan. Það er alger staðreynd að hér hafa verið stigin stór skref í að draga úr skerðingum og það er þessi ríkisstjórn sem hefur gert það.