Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 10. fundur,  29. sept. 2022.

búvörulög.

120. mál
[13:52]
Horfa

Flm. (Þórarinn Ingi Pétursson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni spurninguna. Jú, ég svara því játandi. Ég hef bara ágæta trú á því að hæstv. matvælaráðherra komi fram með frumvarpið. Ef svo verður ekki ítreka ég líka það sem ég sagði áðan, við í hv. atvinnuveganefnd getum þá verið búin að vinna töluvert í þessa átt til að hjálpa hæstv. matvælaráðherra á sinni vegferð. Það er líka tilgangurinn með samvinnunni að styðja og hjálpa. Það er lykilatriði í þessu máli sem og öllum öðrum og ég trúi því heitt og innilega að hæstv. matvælaráðherra komi fram með frumvarpið. Og ég veit sömuleiðis að vinna hefur átt sér stað hjá fyrirrennara hæstv. matvælaráðherra.