Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 11. fundur,  10. okt. 2022.

framlög til menningarmála.

[15:13]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Í næsta svari sínu, segir hæstv. ráðherra. En nei, ég myndi vilja að ráðherrann færi að svara spurningum sem til hennar var beint. Eða er ráðherrann að segja að allt þetta byggi á misskilningi hjá Bandalagi íslenskra listamanna og þau hafi það þrátt fyrir allt svona rosalega gott? Nei, það er nefnilega tómahljóð á fleiri stöðum en í ríkiskassanum. Það er líka í orðum ráðherra sem fer út um víðan völl og hún verður bara að svara þessum tilteknu spurningum. Mig langar t.d. að spyrja aftur, svo hún geti einbeitt sér að því eina svari, um útgjaldaliðinn sem hækkar um 1,2 milljarða eða 10% sem er andlitslaust ráðstöfunarfé ráðherra. Getur hún gert grein fyrir því í hvað það hefur farið og í hvað það mun fara?