Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 11. fundur,  10. okt. 2022.

staðan á landamærunum.

[15:42]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra kærlega fyrir þetta ítarlega og góða svar. En mig langar því að spyrja hæstv. ráðherra hvort ríkisstjórnarflokkarnir séu einhuga um þessa afgreiðslu á því máli sem við ræðum hér síðar í dag, frumvarpi um landamærin. Mig langar líka að vitna til viðtals eða ummæla sem ráðherra viðhafði í Morgunblaðinu í morgun þar sem hann nefnir ákveðna vankanta. Mig langar að fá að vita hvaða vankantar það helst eru sem ráðherra hefur vitneskju um þegar hann segir að það þurfi að sníða ákveðna vankanta af kerfinu eins og það er í dag.