Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 12. fundur,  11. okt. 2022.

almannatryggingar.

44. mál
[18:20]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þm. Guðmundi Inga Kristinssyni fyrir framsöguna með þessu frumvarpi. Ég er ekki sérfræðingur á þessu sviði en mér finnst mjög áhugavert að fræðast um þetta, hvernig skerðingarnar og framkvæmd þeirra virkar, um það sem er gott og slæmt og það sem reynt er að laga.

Mér þætti áhugavert að vita hvort hv. þingmaður myndi telja það góða lausn eða ekki að gera fleiri samninga við önnur ríki? Myndi það hjálpa okkur til lengdar eða viljum við nálgast þetta á annan hátt? Eru samningar góðir milli þessara EES-ríkja?