Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 12. fundur,  11. okt. 2022.

almannatryggingar.

44. mál
[18:21]
Horfa

Flm. (Guðmundur Ingi Kristinsson) (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Þetta er svolítið flókið mál vegna þess að einstaklingur gæti hafa unnið í öðru landi og átt einhvern rétt. En spurningin snýst um að ná þessum rétti, hvort hann fæst. Þetta er flókið mál að mörgu leyti vegna þess að Tryggingastofnun gerir kröfu um að fólk sæki þennan rétt sjálft, en við erum að tala um veikt og gamalt fólk og svo eru sumir sem eiga bara engan rétt. Tvítugur einstaklingur sem býr erlendis með foreldrum sínum og er kannski öryrki, hann er skráður erlendis og getur lent í þessu. Kerfið er þannig, og við eigum og okkur ber skylda að sjá fólki fyrir lágmarksframfærslu þannig að það geti lifað. Við værum í allt annarri stöðu ef því væri þannig háttað.

Ef framfærsla kemur til þá á hún ekki að skerða frekar en t.d. lífeyrissjóðurinn. Þá hefði ellilífeyrisþeginn kannski 25% frítekjumark í lífeyrissjóðnum. Þetta snýst um að nota sama kerfi en ekki skerða alltaf krónu á móti krónu, það er svo ósanngjarnt. Til hvers í ósköpunum ætti einstaklingur að ná í þennan rétt sinn sinn ef hann veit að það skilar engu. Það er miklu betra að það sé hvati fyrir hann að biðja um réttinn og finna hann, að það sé einhver hagur af því. Ef það er enginn hagur þá veit ég ekki af hverju hann ætti að standa í því.