Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 12. fundur,  11. okt. 2022.

almannatryggingar.

44. mál
[18:24]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir svar sitt. Það er áhugavert að skoða þetta í þessu samhengi. Mér þætti líka forvitnilegt að vita hvers vegna hv. þingmaður telur að réttindin séu 90% en ekki 100%. Hvað er verið að reyna að gera með því? Það er áhugavert að velta fyrir sér hvers vegna þetta er gert vegna þess að stundum skilur maður ekki ástæðuna fyrir svona lítilli skerðingu, eins og annars væri mögulega meiri undirliggjandi hvati til að búa erlendis, eða hvað? Hvers vegna telur hv. þingmaður að þetta hafi verið ákveðið en ekki 100% réttindi?