Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 13. fundur,  12. okt. 2022.

yfirlýsing um neyðarástand í loftslagsmálum.

21. mál
[15:47]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir það frumkvæði sem hann hefur tekið með framlagningu þessa máls sem ég og við í Samfylkingunni styðjum eindregið. Í greinargerðinni segir, eins og hv. þingmaður fór svo vel yfir, að þegar upp er staðið þá er eins og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur leggi frekar áherslu á innantóm orð en raunverulegar og róttækar aðgerðir.

Innantóm orð. Það er svolítið kjarni málsins. Þá veltir maður fyrir sér: Er engin hætta á því að að svona yfirlýsing með stuðningi stjórnarmeirihluta hér á Alþingi, ef guð lofar, yrði á endanum bara enn eitt dæmið um innantóm orð? Hvernig getum við fylgt því eftir að eitthvað verði raunverulega á bak við svona yfirlýsingu?