Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 13. fundur,  12. okt. 2022.

fjarvinnustefna.

213. mál
[17:24]
Horfa

Flm. (Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir) (V) (andsvar):

Frú forseti. Já, þarna var vísað í dæmi um aðstæður fólks sem starfar á bandarískum vinnumarkaði sem verður seint þekktur fyrir að hlúa sérstaklega að réttindum starfsfólks. Ég nefndi þessa finnsku leið af þeirri ástæðu að þar er samfélag sem rekur metnaðarfulla velferðarpólitík. Þar er þjóð sem er mjög framarlega í jafnréttispólitík, en auðvitað eru þetta allt saman breytur. Þótt valið bjóðist þá heillar þetta kannski ekki einhverja og það á auðvitað að vera alveg skýrt að þessu er ekki þvingað upp á fólk í þeirra óþökk. Við viljum nálgast það að færa vinnuveitendum og launþegum þetta verkfæri þar sem það hentar og þar sem áhugi er fyrir, ég nefni það sérstaklega í greinargerðinni. En ég myndi a.m.k. fyrir mitt leyti aldrei tala fyrir því að elta bandarískan vinnumarkað.