Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 13. fundur,  12. okt. 2022.

fjarvinnustefna.

213. mál
[17:30]
Horfa

Flm. (Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir) (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er þeirrar skoðunar að æskilegt sé að hið opinbera sýni gott fordæmi þegar kemur að breytingum sem við teljum að séu samfélagslega jákvæðar og af hinu góða. Að því sögðu þá hefur einkageirinn, fyrirtækin í landinu, haldið í þetta þar sem starfsmenn hafa óskað eftir því. Auðvitað varð ekki til nýr sannleikur í heimsfaraldrinum en þetta var kannski í fyrsta sinn sem allt samfélagið fékk að reyna þetta.

Vinnutími Alþingis krefst síðan annars samtals. Menn klóra sér í hausnum yfir því hvernig það megi vera að meðalaldur þingmanna sé yfir 50 ár eða hver hann var fyrir ári eða tveimur. Það er ekkert grín fyrir fólk með börn í leikskóla eða grunnskóla að standa hér á kvöldin í þingsalnum þannig að allar svona breytingar hafa einhver áhrif. Ef kúltúrinn myndi breytast á Alþingi þá væri ég ekki hissa á að hlutur yngra fólks myndi vaxa, jafnvel að okkur myndi takast að brjóta hið alræmda glerþak.