Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 13. fundur,  12. okt. 2022.

réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

41. mál
[18:04]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil óska hv. þingmanni til hamingju með þetta frumvarp. Mig langar bara að forvitnast aðeins um það hvað það er nákvæmlega sem flutningsmenn þessa máls eru að reyna að ná fram. Hér er mælt fyrir um að 21. gr. og 44. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins falli brott. Mig langar að spyrja: Hvaða réttaráhrif telur hv. þingmaður að brottfall þessara ákvæða muni hafa í för með sér? Myndi þessi lagabreyting í huga hv. þingmanns leysa stjórnvöld með öllu undan skyldunni til að áminna starfsmann og veita honum færi á að bæta ráð sitt áður en honum er sagt upp, þ.e. í tilvikum þegar uppsögn má rekja til þeirra ástæðna sem eru tilgreindar í 21. gr.?