Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 13. fundur,  12. okt. 2022.

breyting á lögum um tekjuskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda.

18. mál
[19:03]
Horfa

Flm. (Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Það er vert að vekja athygli á því að þegar málið fær væntanlega umsagnir frá skattyfirvöldum, sem ég hlakka dálítið til að sjá hverjar verða, af þeirri ástæðu að gögnin sem unnið er upp úr og þessi rannsókn sem er hér undir, gefur alla vega til kynna að um raunverulegt vandamál sé að ræða. Hér er ekki eitthvert smámál heldur er um talsverða fjármuni að ræða sem ríkissjóður verður af. Því er ég ánægð að heyra það ef hv. þm. er til í að fylgja málinu eftir.

Mig langar að ljúka máli mínu með því að segja að auk mín flytja þetta mál, hv. þingmenn Steinunn Þóra Árnadóttir, Orri Páll Jóhannsson, Bjarni Jónsson og Jódís Skúladóttir.