Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 16. fundur,  13. okt. 2022.

Fjármögnun heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu.

[11:55]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Hæstv. forseti. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins lagði fyrir stuttu fram tillögu til þingsályktunar um útboð á rekstri heilsugæslustöðvar á Akureyri. Þetta er ágætisþingsályktunartillaga en það er ljóst að einkarekin heilsugæsla á Akureyri mun aldrei ganga upp ef ríkisstjórnin ætlar ekki að styðja við það sem nú þegar er til staðar. Það segir sig sjálft að ríkið verður að koma til móts við einkarekna heilsugæslu. Við höfum séð það í gegnum tíðina hvernig einkareknar heilbrigðisstofnanir hafa verið að leysa ríkið undan biðlistum, t.d. Klíníkin. Klíníkin hefur gert það í gegnum tíðina þar sem fólk er í auknum mæli að nýta sér þjónustu hennar í stað þess að bíða á biðlistum eftir að komast á biðlista fyrir nauðsynlegar aðgerðir.

Í gegnum tíðina hefur ítrekað verið rætt um mikilvægi þess að efla heilsugæslu og gera heilsugæsluna að fyrsta viðkomustað. Á sama tíma er ítrekað verið að skerða þjónustu og ekki bara hér í Reykjavík heldur líka á landsbyggðinni. Landsbyggðin getur ekki reitt sig almennilega á heilsugæsluna þar sem skortur er á læknum, opnunartímar eru takmarkaðir, samgöngur eru óstöðugar og ég gæti haldið áfram upptalningunni.

Hæstv. ráðherra. Það er verulegt áhyggjuefni hvernig starfsemi heilsugæslunnar er orðin. Það verður að bregðast við og það verður að bregðast strax við.