Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 20. fundur,  19. okt. 2022.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

326. mál
[16:35]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það má segja sem svo að það sem þú getur skattlagt í dag sé í hendi, já, og hv. þingmaður lítur þannig á að hitt séu skatttekjur í skóginum, í framtíðinni. En ég ætla að benda á þann þátt málsins sem snýr að því að virkja þessa peninga til góðs í hagkerfinu í millitíðinni, sem getur orðið til þess að hleypa góðum hugmyndum af stað, fjármagna verkefni sem fjölga störfum í landinu, auka við hagvöxt og stækka hagkerfið. Stærra hagkerfi í framtíðinni mun skila meiri skatttekjum, bæði með beinum hætti vegna þeirrar starfsemi en líka í gegnum þær lífeyristekjur sem geta verið afleiddar af slíkum fjárfestingum í framtíðinni. Ég hallast að því að það sé varfærnari leið að bíða og hafa trú á því að yfir lengri tíma verði fjárfestingarstefna (Forseti hringir.) lífeyrissjóðanna hagfelld fyrir lífeyrisþegana og ríkissjóð frekar en að skattleggja þetta strax.