Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 20. fundur,  19. okt. 2022.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

326. mál
[16:36]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Eins og hæstv. ráðherra sagði er lífeyrissjóðskerfið orðið tvöföld landsframleiðsla sem þarf að ávaxta á hverju ári til að viðhalda gildi sínu. Það er 3,5% ávöxtunarkrafa á þessa 6.000 milljarða sem er ansi stór biti og kemur einungis af hagvextinum. Hann þarf að vera 3,5% til að standa undir ávöxtun, í rauninni meira af því að þetta er tvöfalt þegar allt kemur til alls. Ofan á það erum við með þá gjaldeyrisáhættu sem er hérna.

Mig langaði til að spyrja hæstv. ráðherra hver kostnaður okkar við þessa gjaldeyrisáhættu er. Erum við að græða á henni eða þurfum við að kosta til hennar?