Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 21. fundur,  20. okt. 2022.

flutningur Útlendingastofnunar til Reykjanesbæjar.

40. mál
[14:09]
Horfa

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Það er auðvitað ekki svo að allir þeir sem nýta sér þjónustu Útlendingastofnunar séu að koma hingað í fyrsta skipti. Við erum líka að tala um aðra hópa — sem eru búsettir hér, hafa komið eftir öðrum leiðum en bara sem flóttafólk og eru ekki endilega að koma í fyrsta skipti — sem þurfa að nýta sér þjónustu Útlendingastofnunar. Fyrir mér hljómar þetta sem mikil röskun á starfseminni. Ég vil því spyrja hv. flutningsmann hvernig hann sjái fyrir sér að halda fyrra þjónustustigi eftir flutning og eins hvort það standi þá til að halda áfram starfsemi, m.a. í Hafnarfirði. Svona tilfærsla, með tilheyrandi röskun í lífi berskjaldaðra hópa, finnst mér ekki geta verið hluti af byggðastefnu. Við verðum einfaldlega að styðja íbúa Suðurnesja með öðrum hætti en þeim.