Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 21. fundur,  20. okt. 2022.

flutningur Útlendingastofnunar til Reykjanesbæjar.

40. mál
[14:10]
Horfa

Flm. (Birgir Þórarinsson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Tillagan gengur út á það að starfsemin verði flutt frá Hafnarfirði og til Reykjanesbæjar. Ég sé ekki, hv. þingmaður, að þetta eigi að vera eitthvert óhagræði fyrir þá sem sækja þessa þjónustu. Þessi þjónusta er líka veitt bæði í gegnum síma og tölvupóst og annað slíkt þannig að það er ekki aðalatriðið í mínum huga. Stofnanir hafa verið fluttar áður út á land frá höfuðborgarsvæðinu. Jú, það eru náttúrlega bara misjafnar skoðanir á því eins og gengur og gerist en hér er ekki um það að ræða að þetta eigi að hafa mikið óhagræði í för með sér. Ég nefndi það sérstaklega í minni ræðu og held að ég hafi rökstutt það ágætlega. Þessi tillaga snýr að tvennu. Hún snýr að því að fjölga opinberum störfum (Forseti hringir.) á Suðurnesjum og sérfræðistörfum, sem er ekki vanþörf á, og bæta (Forseti hringir.) um leið þjónustustigið við þá sem þurfa að sækja þjónustuna. Þeir eru fjölmargir á Suðurnesjum eins og ég nefndi. En vissulega er það rétt hjá hv. þingmanni að þeir eru líka (Forseti hringir.) annars staðar hér á höfuðborgarsvæðinu. En þetta er kjarninn í þessari tillögu.

(Forseti (OH): Forseti minnir hv. þingmann á að virða ræðutíma.)