153. löggjafarþing — 22. fundur,  25. okt. 2022.

skipun samstarfsnefndar um endurskoðun lögræðislaga.

[13:31]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Á 149. löggjafarþingi, þann 19. júní 2019, samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um að koma á fót þingmannanefnd til að annast endurskoðun lögræðislaga. Þar sem verkinu lauk ekki fyrir lok síðasta kjörtímabils taldi forseti rétt að óska að nýju eftir tilnefningum frá þingflokkum.

Forseta hafa borist tilnefningar til setu í nefndinni og hana skipa: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Jódís Skúladóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Eyjólfur Ármannsson, Þórarinn Ingi Pétursson og Helga Vala Helgadóttir