153. löggjafarþing — 24. fundur,  27. okt. 2022.

hreinsun Heiðarfjalls.

[10:49]
Horfa

utanríkisráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Frú forseti. Varðandi spurningar um Heiðarfjall sérstaklega var samið við landeigendur á sínum tíma. Það er nú, að mér skilst, ekki alveg skýrt hvað veldur vegna þess að úran á Heiðarfjalli stafar mögulega frá lömpum úr gömlum rafeindatækjum en ekki kjarnavopnum. Kostnaðurinn við hreinsun liggur ekki fyrir en fjallað er um kostnað við rannsóknir í skýrslu umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Vissulega hefur verið óánægja varðandi það og hefur umhverfisráðuneytið fundað tvisvar í mánuði með landeigendum og fulltrúum míns ráðuneytis verið boðið á nokkra fundi þar sem óskað hefur verið eftir að leitað verði til Atlantshafsbandalagsins eða bandarískra stjórnvalda eftir aðstoð í samræmi við það sem hv. þingmaður ber fram.