Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 26. fundur,  7. nóv. 2022.

eftirlit með menntun, aðbúnaði og réttindum barna í skólum.

293. mál
[17:09]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég vil þakka fyrirspyrjanda fyrir fyrirspurn sína. Núna hafa mýmörg myglumál komið upp í grunnskólum landsins og er það mjög alvarlegt. Ég vil taka sem dæmi m.a. Fossvogsskóla, mínum gamla barnaskóla, ég var þar í svokölluðum skúrum, eða selum, og það var bráðabirgðahúsnæði. Núna er aftur komið bráðabirgðahúsnæði í marga skóla landsins. Ég vil nota tækifærið hér og bæta við fyrirspurn til hæstv. ráðherra sem lýtur að aðbúnaði á réttindum barna í skólum.

Eru einhverjir ákveðnir staðlar til í reglugerð, skrifleg fyrirmæli um það hver aðbúnaður á að vera? Við hvað er miðað þegar eftirlit með aðbúnaði fer fram?

Og einnig varðandi réttindi. Er það skráð í reglugerð hver réttindi barna í skólum eiga að vera vera og eru og hvernig er eftirlit háttað?

Hvernig er eftirliti gagnvart þessum reglugerðum háttað?

Það sem ég tel mjög mikilvægt er að við séum með ákveðna staðla hvað varðar aðbúnað og líka réttindin. Þetta er grundvallaratriði fyrir vellíðan barna í skólum og ég vil taka fram hér að félagsfærni barna á Íslandi er lægst samkvæmt OECD, einelti er landlægt hérna. (Forseti hringir.) Það eru 15% drengja með ADHD á meðan það eru 4% í Noregi. Ég tel að það þurfi að skoða aðbúnað,(Forseti hringir.) í breiðu samhengi og líka að það þurfi skrifleg fyrirmæli frá stjórnvöldum, miðstjórnarvaldinu og þá ráðherra.

(Forseti (OH): Forseti vill minna hv. þingmann á að virða ræðutímann.)