Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 26. fundur,  7. nóv. 2022.

eftirlit með menntun, aðbúnaði og réttindum barna í skólum.

293. mál
[17:19]
Horfa

Diljá Mist Einarsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Mig langar bara til að taka undir með virðulegum forseta. Það væri ágætt ef hv. þingmenn, sem eru tíðir gestir í þessu ræðupúlti, myndu sýna öðrum hv. þingmönnum þá virðingu að halda sig við þann dagskrárlið sem er hér undir og nýta bara þann tíma til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Ekki koma hingað aftur upp í pontu til þess að lesa áfram og röfla um sama málefni og var verið að klára að ræða. Það er bara virðing við aðra sem sitja í salnum.