Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 26. fundur,  7. nóv. 2022.

lyfsala utan apóteka.

174. mál
[17:48]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Nú hlýtur það að vera sjálfsagt að bregðast við aðstæðum eins og hér er verið að gera og hefur verið gert, með því að gera fólki sem býr í mjög fámennum samfélögum fjarri apótekum kleift að kaupa sér einföld verkjalyf. Ég held hins vegar að öll svona frekari skref þurfum við að stíga í samræmi við sérfræðiálit og ekki síst landlæknisembættið. Af því að hér spurðu tveir hv. þingmenn, fyrirspyrjandi og hv. þm. Vilhjálmur Árnason, nýkjörinn ritari Sjálfstæðisflokksins, og ég óska honum til hamingju með það, hvort við ættum ekki að draga lærdóm af þessari reynslu þá kom fram í máli hæstv. ráðherra að um væri að ræða 0,1–0,2% af sölunni. Er það ekki of lítið úrtak til að draga einhverja víðtæka reynslu af því?