Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 27. fundur,  8. nóv. 2022.

heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu.

[14:43]
Horfa

Jóhann Friðrik Friðriksson (F):

Frú forseti. Ég verð að taka undir með þeim þingmönnum sem hafa talað hérna. Mér finnst bara mjög mikilvægt að ræða einmitt þetta. Ég veit að eitt það mikilvægasta sem við getum gert t.d. í jafnréttismálum er að tryggja það að karlmenn taki virkan þátt í jafnréttismálum. Það hefði kannski verið bragur á því ef við hefðum bara farið að þeim tillögum sem hér hafa verið ræddar og allir þingmenn gætu tekið virkan þátt í því sem er að gerast í Hörpu. Við eigum að taka þetta til okkar og við eigum að gera betur.