Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 27. fundur,  8. nóv. 2022.

heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu.

[14:44]
Horfa

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég vil taka undir það sem kom hérna fram um að við þyrftum kannski að gefa þinginu aðeins meira frí til þess að við þingkonur kæmumst á heimsþing þingkvenna. Mér fannst mjög skemmtilegt þegar málshefjandi, hv. þm. Inga Sæland, sagði áðan „heimsþing kvenna í Reykjavík“, en þetta eru ekki bara konur í Reykjavík, þetta er ekki heimsþing þeirra, heldur heimsþing þingkvenna og þetta þing er okkur Íslandi til sóma. Það er kannski erfitt að taka einhverja ákvörðun um frí á þinginu núna, hlé á þingfundum, en ég held að það væri góður bragur á því að það væri farið að horfa til þess strax á næsta ári. (EÁ: Geta karlmenn mætt líka?)