Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 27. fundur,  8. nóv. 2022.

heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu.

[14:45]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Frú forseti. Ég er nú of ungur til að muna eftir kvennaverkfallinu 1975 en kannski er einhver í salnum sem man eftir þeim degi. Það sem gerði þann dag að því sem hann var var að konur sýndu að samfélagið stöðvaðist án þeirra vinnuframlags á heimilinu eða á vinnumarkaði. Þegar konur lögðu niður störf var ekkert samfélag funkerandi lengur. Auðvitað ætti það að vera þannig hér á þingi líka þegar konum á þingi er ætlað að vera annars staðar vegna þess að við búum við þann fágæta lúxus að hér eru konur næstum helmingur þingmanna. Það er nánast einsdæmi á heimsvísu. Konur eru 47,6% íslenskra þingmanna. Þetta er eitthvað sem við montum okkur af en þetta er eitthvað sem á líka að hafa þau áhrif að þegar vantar þessi 47,6% þingmanna þá sé þingið bara óstarfhæft. (Forseti hringir.) Ég tek undir með þeim sem hafa lagt til að forsætisnefnd ræði þetta í þaula fyrir næsta ár.