Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 28. fundur,  9. nóv. 2022.

heimild til rannsókna og notkunar á efninu sílósíbíni í geðlækningaskyni.

163. mál
[17:30]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf) (andsvar):

[hlusta]

Virðulegur forseti. Hér hafa kannski orðið stórkostleg mistök en ég skrifa þetta dálítið á sjálfan mig vegna þess að ég var mjög hugsi fyrst þegar ég sá þessa tillögu. Ég held ég hafi ekki sagt já strax. En ég fór að skoða þetta nánar, sérstaklega eftir að hafa lesið þessa tímaritsgrein í lok október; ég tók mynd af greininni og hún var tekin þann 26. október.

Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Mig langar að spyrja hv. þingmann: Eru einhver sérstaklega góð skilyrði á Íslandi til þessara rannsókna og tilrauna með þetta hugvíkkandi efni, sílósíbín? Hann vex ekki í íslenskri náttúru, sveppurinn. Hvaða skilyrði eru sérstaklega til staðar á Íslandi til að stunda þessar rannsóknir? Ég efast ekki um að þetta eru flóknar rannsóknir og kosta mjög mikið.

Önnur spurning sem mig langar að beina til hv. þingmanns er: Hv. þingmaður nefndi að það væri hópur manna á Íslandi sem notar þetta lyf. Það er væntanlega ekki samkvæmt læknisráði. Er það þá bara samkvæmt almannaþekkingu á málinu og er það þá gert ólöglega? (Forseti hringir.) Þetta efni er óheimilt samkvæmt lögum? Er þá ekki verið að brjóta lögin eða hver er grundvöllurinn fyrir notkuninni á Íslandi?