Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 28. fundur,  9. nóv. 2022.

heimild til rannsókna og notkunar á efninu sílósíbíni í geðlækningaskyni.

163. mál
[17:37]
Horfa

Jóhann Friðrik Friðriksson (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka fyrir mjög góða umræðu. Nú er það svo að rannsóknir á lyfjum taka langan tíma og það getur oft tekið fleiri ár að koma lyfi á markað. Nú virðist svo vera að neysla á þessu efni sé fyrir utan þann ramma sem þessi tillaga snýst einmitt um, að þetta fari inn í ramma, að þetta verði faglegt, að umgjörðin verði fagleg, ekki bara varðandi rannsóknir heldur ekki síður það sem kemur í kjölfarið. Það sem ég velti fyrir mér og langar að spyrja flutningsmann um er: Er ekki líklegt að við þurfum að hafa ákveðna væntingastjórnun í huga í framhaldinu ef vel gengur, bara í ljósi þess hve langan tíma rannsóknir taka? Þá velti ég fyrir mér, og spyr hv. þm. Vilhjálm Árnason, hvort það væri þá færi á því að veita einhvers konar tæki eða tól til að hraða slíkri þróun.