Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 28. fundur,  9. nóv. 2022.

heimild til rannsókna og notkunar á efninu sílósíbíni í geðlækningaskyni.

163. mál
[17:40]
Horfa

Tómas A. Tómasson (Flf):

Virðulegi forseti. Hv. þingmenn og kæra þjóð. Mér finnst þetta góð hugmynd. Ég þekki nokkra einstaklinga sem nú þegar eru að prófa sig áfram í sveppanotkun. Reyndar ekki samkvæmt lögum og reglum, en þetta er alla vega í gangi. Ég sé ekki að þeir hafi beðið skaða af. Ég segi: Undir eftirliti er alveg sjálfsagt að gera þessar tilraunir með þá sveppi sem hér er verið að ræða um því að það vantar alltaf ný meðul. Eftir umræðuna í dag um geðheilbrigðisvandann er ljóst að okkur veitir ekki af að finna eitthvað nýtt sem virkar.