153. löggjafarþing — 29. fundur,  10. nóv. 2022.

viðhald á kirkjum.

[10:44]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Já, ég get staðfest að það stendur svo sem ekkert annað til og hefur aldrei gert en að ríkið standi við samkomulag sem það hefur gert, þar með talið þetta sem vísað er til, kirkjujarðasamkomulagið. Það er kannski óheppilegt, verð ég að segja, að það hafa verið ákveðnir liðir sem hafa sætt ágreiningi milli ríkis og kirkju, t.d. um eðli sóknargjaldanna, og við höfum rætt það oft hér í þingsal og mitt ráðuneyti svarað fleiri en einni fyrirspurn um það á hvaða forsendum við reiknum sóknargjöldin eins og við gerum. Að öðru leyti vil ég bara taka undir með hv. þingmanni að við þurfum að líta eftir því að ríkið sinni sínum skyldum, m.a. að því er varðar stjórnarskrárákvæði um efnið.