Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 30. fundur,  14. nóv. 2022.

,,Gullhúðun" við innleiðingu EES-gerða frá árinu 2010 til 2022.

418. mál
[15:49]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég styð að sjálfsögðu þessa skýrslubeiðni en ég hefði nú gjarnan viljað sjá hana ná yfir ýmislegt fleira, m.a. raforkumálin, og lagði það til við flutningsmann að svo yrði gert en hv. þm. Diljá Mist Einarsdóttir kaus að gera það ekki. Ég hefði talið að við ættum að kalla eftir slíkri skýrslu líka og hafa þau mál þar innan dyra því að það er auðvitað stór hluti af þessu öllu saman sem hér er verið að fara yfir að sá þáttur sé hafður með. En að sjálfsögðu styð ég skýrslubeiðnina.