Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 31. fundur,  15. nóv. 2022.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

[15:35]
Horfa

Kristrún Frostadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Á opnum fundi með hv. fjárlaganefnd í vor fullyrti hæstv. fjármálaráðherra að hann hafi vitað hvernig verðið, 117 kr., á hlut Íslandsbanka hefði verið ákvarðað. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að erlendir fjárfestar hafi sett verð í útboðinu, að verð hærra en 117 kr. hefði annars fælt erlendra aðila frá þótt hærri tilboð hefðu borist. Morguninn eftir útboðið tók hæstv. fjármálaráðherra fram að það sem hafi ráðið við söluna á Íslandsbanka hafi ekki endilega verið hæsta verð heldur mikilvægi þess að fá inn eigendur sem vildu byggja bankann upp til lengri tíma, í stað þess að leita að skjótfengnum gróða. Nú hefur komið í ljós að þeir erlendu aðilar sem réðu verðlagningunni í ferlinu voru ekki langtímafjárfestar heldur fjárfestar í leit að skjótfengnum gróða, fjárfestar sem seldu sig út nokkrum dögum eftir að hafa tekið þátt í útboðinu.

Ég spyr hæstv. fjármálaráðherra: Er það rétt skilið að hann hafi vitað að erlendir aðilar væru ráðandi í verðlagningu?