Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 31. fundur,  15. nóv. 2022.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

[15:37]
Horfa

Kristrún Frostadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er gott að fá þetta á hreint vegna þess að sérlög um bankasöluna kveða á um að ef hæstv. ráðherra ætlar ekki að tryggja hæsta verð, af því að hann víkur frá því skilyrði, þá þarf að vera gagnsætt hvað liggur á bak við þá ákvörðun, að jafnræði gildi milli fjárfesta. Rökin fyrir því að falla frá hæsta verði var eðli fjárfesta, segir hann. Hann heldur því ítrekað fram að það eðli snúi að langtímafjárfestum. Ef hæstv. fjármálaráðherra vissi að erlendir aðilar voru ráðandi í ferlinu, vissi að þeir ákvörðuðu verðið og af þeim sökum væri hæsta verðinu ekki tekið, gekk hæstv. ráðherra þá úr skugga um að umræddir erlendir aðilar væru langtímafjárfestar, þetta kvöld, fjárfestarnir sem pössuðu við skilgreiningu hans um fjárfesta sem stæðu með bankanum?